Komin heim

Jamm og jæja!

Pabbi var að benda mér á að það eru alltaf einhverjir að detta inn á síðuna svo ég ætti nú kanski að henda inn smá fréttum af okkur. Reyndar var ég búin að skrifa helling sem ég ætlaði að setja inn þegar við vorum í Addis síðast en þá var alltaf rafmagnslaust og ekki hægt að komast á netið svo ekkert varð af því.

Við komum ss. heim 26. maí eftir sólarhrings ferðalag, þremur vikum fyrr en áætlað hafði verið vegna veikinda Davíðs Ómars. Það var nefnilega þannig að hann fór að kasta upp blóði og við brunuðum í flýti til Arba Minch. Þetta var í kringum 10. maí. Þegar þetta gerðist var Kristján akkúrat  að heimsækja evangelistana hinum megin við fjallið og það tók mig smá tíma að ná í hann. Ég náði í lækninn okkar í Addis sem sagði okkur að koma honum undir læknis hendur sem fyrst. Ég náði loks í Kristján og við mættumst í Bíræle og fórum svo til Arba Minch þar sem Bernt Lindtjörn, norskur læknir er starfandi.  í fyrstu vorum við að velta fyrir okkur að ég kæmi bara með hann heim með næstu vél en þetta var ekki eins alvarlegt og það leit út fyrir. Það var reyndar ekkert hægt að rannsaka mikið þarna í Arba Minch en eftir nokkurra daga bið ákváðum við að fara í nokkra daga aftur til Woító og svo öll saman heim. Það var í samráði við Kjell Magne Kiplesund lækni NLM að ákveðið var að við færum fyrr heim svo Davíð Ómar fengi lengri tíma hér heima þar sem hann væri ekki útsettur fyrir amöbum og sýkingum. Hann hefur meira eða minna verið lasinn í maganum frá því hann fæddist og af þeim sökum ekki vaxið eðlilega. Hann hefur aldrei náð að jafna sig almennilega á milli og því ekki nærst eðlilega. Hann fór beint í rannsóknir hér þegar við komum heim uppi á barnaspítala en ekkert kom út úr þeim nema að það er einhver smá röskun á einu vaxtarhormóni sem stafar af því að hann hefur ekki nærst eðlilega á einhverju tímabili. Það er ekkert alvarlegt og ekkert til að hafa áhyggjur af en verður samt tékkað aftur næsta sumar.

Við erum ss. búin að vera hér í næstum mánuð og alveg ótrúlega kærkomin hvíld. Við vorum orðin mjög þreytt og lúin og þakklát fyrir að fá að koma heim til að hlaða batteríin fyrir síðustu törnina úti í bili. Það var mikið álag að flytja og venjast breyttum aðstæðum í Woító auk þess sem hlutir eins og veikindi Davíðs Ómars, sorgarferli Dagbjarts Elí og ísskápsleysi gerðu ekki hlutina auðveldari.

Við höfum mikið verið með fjölskyldum okkar þessar fyrstu vikur og erum svona að vinna í að reyna að hitta sem flesta vini og kunningja. Það er alveg ótrúlega gaman að hitta alla aftur og gott að þurfa ekki að vera í stressi þar sem við verðum hér alveg til 20. ágúst. Það er ótrúlega notalegt að geta opnað ísskáp og fengið sér mat og geta skroppið út í búð ef mann vantar eitthvað, geta gengið næstum hvert sem mann langar til, farið í sund, borðað ís osfr. þvílíkur lúxus!!

Við búum heima hjá foreldrum mínum svo hægt er að hafa samband við okkur þangað.

Reyni kanski að láta í mér heyra eitthvað svona þegar líður á sumarið, kanski maður fari að skoða þessa fésbók eitthvað líka sem er algjörlega ný tækninýjung fyrir mér!

Eigið gott sumar og njótið þess að búa á þessu góða og fallega landi sem Guð hefur gefið okkur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim kæra fjölskylda.

Gott að heyra að allt gengur vel og að Davíð Ómar sé að hressast. Vonandi eigið þið gott sumar hér á Íslandi og náið að hvílast vel.

Kv. Nanna Guðný.

Nanna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 33086

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband