Ísskápslaus í 42° hita

Jæja kominn tími á smá fréttir eða hvað???

Við áttum frábært jólafrí í Awasa og náðum að slappa vel af og safna kröftum. Þetta var orðið löngu þarft frí. Það var heilmikil breyting að flytja frá Addis til Voító og magt sem maður þarf að aðlagast og átta sig á. Það er ekki bara alltaf einfalt að búa þarna þótt okkur líði vel og finnist við vera á rétum stað. Við gerðum svosem mest lítið í jólafríinu annað en að slappa af, vera í sundi og sólbaði og borða góðan mat. Bara svona eins og alvöru frí á að vera ekki satt? Á aðfangadag var guðsþjónusta í salnum á ferieplassen þar sem ég og Margrét Helga og Jóel sungum og ég spilaði bæði á flautu og píanó. Svo var hamborgarhryggur í matinn með öllu tilheyrandi. Krakkarnir fengu fullt af pökkum og við reyndar líka. Við höldum Þórsgötuhefðinni að syngja saman jólasálma eftir matinn áður en pakkarnir eru opnaðir. Það getur verið erfitt fyrir lítið fólk að bíða en þeim finnst nú líka gaman að syngja og við vorum búin að æfa jólasálmana alla aðventuna.  Á jóladag var svo hangikjötið á boðstólum. Það er nú lítið um jólaboð hjá okkur hér úti. Það er margt gott við jólin hér úti en þetta er samt alltaf sá tími sem við söknum fjölskyldu og vina heima hvað mest. Mér finnst ekkert auðveldara með hverju árinu sem líður. En það kemur nú að því ef Guð lofar að við fáum að halda jól með fjölskyldunni. Á gamlársdag var töfrasýning í salnum í Awasa. Það var danskur strákur sem hefur lært gospel magic sem var með sýningu fyrir krakkana og við fullorðnu höfðum líka gaman af. Allir krakkarnir fengu svona fígúrublöðrur.  Kristján keypti nokkur blys og eina rakettu og stjörnuljós svo við gætum sprengt gamla árið. Eins og sum ykkar vita eru ekki áramót hér á sama tíma og hjá okkur þar sem Eþíópía fylgir ekki sama tímatali.

4.Janúar héldum við svo til baka til Voító. Þar tók á móti okkur ónýtur ísskápur og 42 ° hiti! Ekki alveg það skemmtilegasta en gekk nú betur en það kanski hljómar en þetta var frekar sveitt verð ég að segja! Aldrei þessu vant höfðum við keypt slatta af kjöti, osti, smjöri og fleiri kælivörum. Ég bakaði ostabollur og ýmislegt fleira til að reyna að bjarga ostinum en restina, kjötið og smjörið urðum við bara að gefa. Þetta var all frosið þegar við komum með það en þegar hitinn er yfir 40°gráðum á daginn og fer ekki undir 32°á nóttunni geymist svona ekki lengi eins og þið getið ímyndað ykkur! Nágrannarnir urðu að vonum glaðir á fá kjöt í jólamatinn, því þetta var einmitt á eþíópsku jólunum. Eftir 10 ísskápslausa daga fórum við í skreppitúr til Jinka til að kæla okkur aðeins niður. Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum þangað vara að setjast  niður á veitingahúsi og fá okkur kalda kók og ambó (náttúrlegt ölkelduvatn). Það var dásamlegt! Við vorum tvær nætur í Jinka þar sem loftið er talsvert kaldara en í Voító og ísskáparnir virka! Þar hittum við Björgu Jónsdóttur læknanema og Auði vinkonu hennar sem voru verknámi á sjúkrahúsinu undir leiðsögn Sverris Ólafssonar (sonar Jóhannesar Ólafssonar, kristniboða til margra ára hér í Eþíópíu), sem er nokkra mánuði núna að starfa á sjúkrahúsinu í Jinka. Allt í einu voru því Íslendingar orðnir í meirihluta á kristniboðslóðinni í Jinka, eitthvað sem ekki gerist á hverjum degi. Það er alltaf gaman að hitta Íslendinga og spjalla við fólk á ástkæra, ilhýra.Björg og Auður komu svo með okkur til Voito og fengu að fara með í bólusetningarferð og fylgjast með á sjúkraskýlinu hér meðal annars. Svo kom enn einn Íslendingurinn hingað í lok janúar, Árni Torfason atvinnuljósmyndari, sem er sambýlismaður Auðar og kom hann og tók mikið af góðum myndum. 

Í Jinka fengum við líka ráð frá fyrrum Voító kristniboða Mariann Espeland, um hvernig kæla má vatn ísskápslaus. Þegar við komum heim var bara öllum vatnsflöskum skellt í bala með vatni á gólfið og blautum taubleyjum vafið utan um. Þð er ótrúlegt hversu kalt vatnið verður við það þrátt fyrir lofthitann. Það er nefnilega það sem maður saknar mest, að fá ekki eitthvað kalt að drekka. Það er frekar óskemmtilegt að drekka 38° heitt vatn í svona hita, þá er skárra að drekka sjóðandi heitt te, ég segi það satt! Svo meiga ekki vera neinir matarafgangar eða opnar maioneskrukkur eða lifrakæfubox því það eyðileggst allt á einni nóttu! Við létum auðvitað yfirmanninn í Addis vita og það var farið á fullt að leita að gas eða kerosín ísskáp en niðurstaðan var sú að svoleiðis nokkuð er bara ekki til sölu neinsstaðar í Addis Abeba. En við létum okkur þetta ísskápsleysi hafa í þrjár vikur því þá var komið að því að við fæum á kristniboðaráðsstefnu í Awasa.

Að venju (fyrir utan eitt skipti) gistum við í tjaldi. Krakkarnir hafa sjaldan sofið betur. Okkur fannst reyndar dáldið kalt að koma til Awasa en vorum með ullarföt með okkur svo það var bara að klæða sig. Það var nú ekki kanski mjög kalt svona á íslenskan mælikvarða en komandi úr hitanum í Voító er kalt í Awasa! Við sátum á morgnana dúðuð í ull og flís og furðuðum okkur á hvernig við lifðum af í Skaftafelli fyrir tveimur árum þegar hitinn fór niður fyrir frostmark á nóttunni! (reyndar hélt ég í alvöru þá að ég myndi frjósa í hel!)

Ráðstefnan var ágæt, alltaf erfiðar og þreytandi svona fundarsetur finnst mér og ekki hjálpar að allt fer fram á ensku sem fólk er missleipt í og því oft erfitt að halda þræði í umræðum og öðru. Þetta er víst út af Finnunum sem eru reyndar ekki margir en skilja flestir litla sem enga norsku. Mér finnst þetta stór galli því þetta skerðir gæði umræðnanna mikið. Það voru mjög góðir biblíulestrar á morgnana sem voru í höndum Espen Ottesen sem er ritsjóri Utsyn sem er fréttablað NLM (sambærilegt Kritniboðsfréttum SÍK) Það var alveg frábært að hlusta á hann. Kvöldstundirnar voru líka góðar. Krakkarnir voru alsæl í öruggum höndum Fjellhaug nema. Þaðan kemur orðið hópurfrá biblíuskólanum á hverju ári og sér um barnaprógrammið. Dagbjartur Elí var reyndar með pínu vesen, vildi bara mömmu. Í fyrra var hann alveg á fullu með í barandagskránni en þá var líka Asnakú með. Núna vorum við ekki með neina baranpíu en við fengum Meseret sem var barnapía hjá Ann Kristin og Geir vinum okkar lánaða líka fyrir Davíð Ómar. Hún var barfóstra hjá þeim í Addis svo strákarnir þekkja hana og hún er mjög dugleg. Við vorum að vona að Asnakú kæmi þar sem húner að passa hjá annarri norskri fjölskyldu núna en húna gat ekki komið þar sem hún er byrjuð í kvöldskóla, kennaranámi, sem er bara frábært. En allvega þetta var bara fín ráðstefna og allir frískir. Svo fórum við beint þaðan til Addis þar sem við vorum í tvær vikur.

Krökkunum finnst alltaf mjög gaman að koma til Addis og fá að vera í skólanum. Magrét Helga og Jóel eru alveg ein og óstudd núna og gengur mjög vel. Þau reyndar fylgja ekki alveg alltaf öllu í öllum fögum og voru núna með smá áhyggjur af því að þau kunnu ekki fargmöldrun eða marfnöldrun eða hvað það nú heitir! Ég sagði þeim að þð væri nú bara allt í lagi, því kennararnir þeirra á Bingham vita alveg að við erum ekki að gera nákvæmlega það sama og þau í skólanum okkar í Voító þótt ég reyni eftir bestu getu að fara einhvern milliveg á mill íslensku náskránnar og þeirrar bresku sem þar er notuð. Ef þau eru eitthvað óörugg meiga þau alltaf taka upp íslensku bækurnar sínar og vinna í þeim i skólanum. Ég sagði líka að við gætum bara kíkt á marföldunina þegar við kæmum til Voító sem við höfum og gert og mér sýnist þau nú bara orðin nokkuð sleip í henni!

Dagbjartur Elí fór líka í KG1 á hverjum degi og ég ákvað að fara með hönum þar sem hann er búinn að vera svo óöruggur undanfarna mánuði vegna allra breytinganna sem orðið hafa á lífi hans. Ég var inni hjá honum alla fyrri vikuna en seinni vikuna var hann að mestu einn. Ég var bara með honum fyrta klukkutímann, þangað til búið var að lesa upp og svona, (honum finnst dáldið erfitt að láta lesa sig upp, aðeins of mikil athygli! Líkist kanski dáldið mömmu sinni eins og hún var sem barn) og svo fór ég bara í heimaskólaherbergið að vinna (undirbúa kennsluna í Voító) og sótti hann svo í  hádeginu þegar hann var búinn. Honum fannst alveg rosalega gaman og skemmtilegast af öllu að fá að velja bók með sér heim. Hann er algjör bókaomur.

Kristján fór til Voító strax á mánudeginum eftir að við komum frá Awasa. Hann var beðinn um að fara með bíl til ArbaMinch og koma til baka með annan og keyra í leiðinni gest frá Noregi, stúlku sem er í NLM menntaskóla sem styrkir heilsugæsluna hér í Gisma. Hann var því nokkra daga hér og kom svo aftur til baka á föstudeginum fárveikur. Þetta var nú bara einhver pest en ekki malaría eins og maður hefð kanski getað haldið. Ég var sjálf hálfslöpp alla vikuna og varð hálflasin á sunnudeginum eftir að hafa haldi afmælisveislu fyrir Dagbart Elí á laugardeginum. Hann átti afmæli í Awasa, 4. Febrúar og þar sem það var á miðri ráðstefnu var ekkert hægt að halda upp á það. Hann fékk því að hafa smá veislu í Addis og það átti að vera D- kaka með jarðaberjum! Hann er mjög upptekinn af því að núna er hann fjögurra ára og orðinn stór strákur.

Það fannst enginn nýr ísskápur en við tókum með okkur einn gamlan sem var sendur til Addis frá Ginnir. Við vorum nú ekkert allt of bjartsýn á að hann virkaði þegar við værum komin hingað en það mátti reyna. Hann virkar að því leiti að frystihólfið, sem er nú ekki stórt, virkar eins og ísskápur, ekki meira en það. Ísskápshlutinn er alveg ónýtur, enginn kuldi í honum. En nú höfum við allavega eitthvað kalt að drekka og við getum opnað lifrakæfudós og búið til túnfisksalat! Þetta er allt í lagi í bili en eitthvað verður að gera til að við fáum ísskáp. Málið er bara að kostar miljón íslenskar að flytja inn svona skáp!! En við sjáum hvað setur.

Við komum semsagt til Voító núna á þriðjudaginn í mesta hita sem við höfum upplifað hér til þessa. Hitinn hefur farið í 43°á hverjum degi og er oft 36- 37° inni þegar við förum að sofa! (Það þarf ekki að taka fram að við erum ekki með neina loftkælingu þar sem eina rafmagnið er lítill sólarpanell). Ef einhver er að velkjast í vafa þá er það skelfilega heitt svo vægt sé til orða tekið. Í dag kom reyndar smá vindur (sem ekki gerist oft hér í Gisma) og í kjölfarið rigning og smá kaldur vindur sem var bara himneskt!! Undan farna daga hefur vindgusturinn verið líkastur því að blásið sé á mann úr heitum hárblásara! Núna fór hitinn niður í 33° sem er reyndar ennþá heitt klukkan 9 að kvöldi en það munar um hverja gráðu þegar maður fer að sofa sérstaklega. Spurning hvernig verður að koma í kuldann á Fróni í sumar!! Ég hef reynt að hugsa ekki mikið um kalda svalandi sjávargoluna heima en verð að viðurkenna að í mesta hitanum sakna ég hennar þótt mér líði ekki sem verst í hitanum. 

Nokkur gullkorn:

Krakkarnir eru orðnir mjög spenntir að fara til Íslands í sumar og í skólabílnum voru þau gjarnan að plana hvað þau ætla að gera í sumar. Allt í einu heyrist í Dagbjarti Elí:“ Ég verð að fá vettlinga mamma, amma og afi verða örugglega búin að prjóna og sauma handa mér vettlinga. Svo ætla ég að sitja með vettlingana og horfa á Lilla“ (Brúðubílinn)

Margrét Helga spurð í miðjum Íslandsplanleggingum: „Mamma er ennþá svona ástand á Íslandi. Við lendum þá í miðju ástandinu.“  Það fer ekki fram hjá þeim kreppan á Íslandi þar sem þau heyra okkur tala um þetta og var það ástandið sem hún víðsaði til.

Á rástefnunni í Awasa stendur iðulega ísskápur með köldum drykkjum í salnum. Jóel kom eitt kvöldið og sagðist vera þyrstur svo ég gaf honum ambó úr umræddum ísskáp. Eftir að hafa fengið fyrsta sopann horfði hann dreymandi augum á ísskápinn og sagði:“Mamma. Þetta er góður ísskápur, svona ættum við að hafa í Voító“

Eitt kvöldið fengu Margrét Helga og Jóel að vera með á kvöldsamveru. Á samveru þessari hafði framkvæmastjóri FLOM (finnska kristniboðið) hugleiðingu á ensku. Hann talaði með mjög sterkum finnskum hreim. Eftir smá stund hvíslaði Jóel að mér:Mamma hvaða tungumál er hann eiginlega að tala, talar hann finnsku eða hvað“ Þau eru orðin nokkuð góð í ensku bæði tvö og alveg með suður karólínskan framburðinn á hreinu (kennarar þeirra beggja koma frá South Carolina í Bandaríkunum) og voru dugleg að gagnrýna framburð mælenda á ráðstefnunni!

Læt þetta duga að sinni

Verið Guði falin.


10.-15.des

10. des. 08

Jæja þá eru allir að skríða saman. Fystu tvær vikurnar hér í Addis hafa bara farið í veikindi. Fyrst var ég veik í heila viku, svo tók Dagbjartur Elí við, svo Davíð Ómar og svo Margrét Helga, Jóel og Kristján. Margrét Helga og Jóel voru hvort um sig frá skólanum bara einn dag með hita og hálsbólgu. Jóel fékk reyndar eitthvað í magann líka en það gekk sem betur fer fljótt yfir. Þau eru enn mjög kvefuð en að öðru leiti hress. Það var sama með Dagbjart Elí, hann fékk hita í einn dag en er orðinn sæmilega hress þrátt fyrir slæmt kvef og hálsbólgu. Kristján er líka búinn að vera eitthvað druslulegur en Davíð Óma varð veikastur af öllum, fékk háan hita í tvo daga, virtist svo vera á batavegi en fékk þá aftur hita og varð alveg ómögulegur. Tuula læknir kíkti á hann og hlustaði hann og fann út að hann væri með sýkingu í lungunum. Hann er því búinn að vera á sýklalyfjum. Hann hefur því lítið borðað en er núna að hressast og er farinn að verða aðeins duglegri að borða. Þetta er svona frekar „slitsomt" eins og Norðmennirnir segja. Sérstaklega líka þegar maður kemur dauðþreyttur frá Voító.Við erum farin að hlakka til að fara í jólafrí til Awasa. Vonandi verða allir hressir þangað til.

Ég byrjaði loksins á smákökubakstri í gær og tókst að klára þrjár sortir. Við Dagbjartur Elí bökuðum fyrst tvær og svo var ráðist í piparkökubakstur þegar krakkarnir komu heim úr skólanum. Kristján þurfti að stússast í bænum og ganga frá innkaupum af vatnspumpunni fyrir Gisma svo ég var ein með krakkana en það gekk nú bara vel. Davíð Ómar var ánægður ef hann fékk að hafa kökukeflið og smá deigklessu og hin þrjú voru alveg svakalega dugleg. Meira að segja Dagbjartur Elí bjó til alveg helling af kökum. Svo gerðum við líka lítið piparkökuhús sem fær nú ekki að standa mjög lengi, þar sem við förum til Awasa, en krökkunum finnst það alveg ómissandi.

13. des. 08

Enn er veikindasögunni ekki lokið. Margrét Helga var heima í gær þar sem hún var komin með svo agalega hálsbólgu greyið, hún gat varla talað og vaknaði um miðja nótt vegna sársauka. Hún er líka komin á sýklalyf og er strax aðeins betri í dag.

Í gærkvöld fórum við að horfa á jólaleiksýningu sem Jóel tók þátt í í skólanum. Það voru KG1 og 2 (Kindergarten) og fyrsti bekkur. Jóel stóð sig eins og hetja og kunni allt sem hann átti að segja sem og alla texta við lög sem voru sungin. Þema leikritsins, eða söngleiksins öllu heldur var frásagan af fæðingu Jesú en sett upp með dáldið nýju sniði, mjög skemmtilegt fannst mér. Þetta var alveg hálftíma sýning og alveg hrikalega krúttleg! Við fórum öll fjölskyldan nema Margrét Helga sem var lasin fékk að vera hjá Toril á meðan og það fannst henni ekki slæmt.Hún var búin að sjá leikritið með bekknum sínum daginn áður svo það kom ekki að sök.

Ég hef verið minnt á það alla vikuna að 11. des. komi jólasveinarnir! Jóel er mjög spenntur fyrir þessu og passaði upp á að það væru skór fyrir alla úti í glugga. Ég held að hann og Margrét Helga viti nú nokkurnveginn hverjir þessir jólasveinar eru svona í alvörunni en þeim finnst þetta bara svo gaman! Dagbjarti Elí leist hins vegar ekkert á að það kæmi einhver jólasveinn inn í herbergi til hans en Jóel setti skó fyrir hann í gluggann og passar að hann fái líka eitthvað í skóinn.

Dagbjartur Elí fær að byrja í leikskólanum (KG1) á mánudaginn og er alveg alsæll með það. Hann hefur verið hálfeinmanna hér greyið og ekki haft neinn að leika við. Litli bróðir er ágætur stundum en ekki alveg nóg kanski þegar maður er alveg að verða 4 ára. Sigga verður bara með honum og hann er svo spenntur og ánægður að fá að byrja. Eiginlega átti hann ekki að byrja fyrr en í febrúar en kennarinn sagði að þetta væri ekkert mál. Það er líka bara ein vika eftir núna.

Davíð Ómar er orðinn mun hressari og farinn að borða betur og er það mikill léttir. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi veikindi hans leggjast þungt á mann. Líka að hann borðar ekki og hefur svo litla mótstöðu. En í gær og í fyrradag borðaði hann mjög vel svo vonandi heldur hann því áfram. Ég finn bara að mér sjálfri líður betur svona andlega, þegar hann er frískur.

Ég er svona að komast á skrið í jólaundirbúningi, aðeins búin að baka og svona en öll jólabréf of kort og svoleiðis eftir, það verður því eitthvað síðbúið í ár! Við erum búin að vera eitthvað voða þreytt og slöpp eftir að við komum og ekki hjálpa öll þessi veikindi. Við Kristján fórum áðan og keyptum jólagjafir handa krökkunum. Loksins komin ný sending af leikföngum í Novis. Það er ítölsk verslun og sú eina þar sem hægt er að kaupa leiköng sem endast lengur en í viku! Þeir flytja inn alvöru Barbie og lego og svoleiðis. En við erum líka farin að hlakka til að fara til Awasa. Þar er vonandi aðeins hlýrra en hér í Addis og alltaf notalegt að slappa af við sundlaugina og bara hvíla sig, lesa og gera það sem maður gerir í fríi. Svo verður borðaður hamborgarhryggur og hangikjöt frá Íslandi og ís og Nóakonfekt. Mamma og pabbi sjá til þess að við fáum íslenskan jólamat! Ekki slæmt það.

15. des

Dagbjartur ELí byrjaði í leikskólanum ,KG1 í dag og ekkert smá stoltur. Þetta var pínu ógnvekjandi fyrst og mamma og Sigga urðu báðar að koma með. En ég lét mig hverfa fljótlega og kíkti svo bara við og við á hann. Hann fékk bók með sér heim og smá heimavinnu, minnisvers á ensku að sjálfsögðu og mjög spenntur að reyna að læra það! Á morgun reyni ég að senda hann einan með Siggu. Hann hefur alveg ótrulega gott af þessu.

Margrét Helga er orðin mun hressari og fór í skólann í dag. Davíð Ómar er líka eldsprækur og verður vonandi áfram!

Guð gefi ykkur öllum áfram góða aðventu!

 


Skýrsla okt/nóv 08

2.des 2008

Jæja loksins kemur þetta. Þegar ég var loksins að verða frísk varð Dagbjartur Elí veikur og svo Margrét Helga og Davíð Ómar. Kristján er líka búinn að vera druslulegur og Jóel er kominn með í magann og fer ekki í skólann á morgun a.m.k. Margrét Helga fór ekki skólann í gær en fór í morgun. Davíð Ómar er búinn að vera með háan hita en er eitthað skárri í dag, hitalaus a.m.k. en alveg hræðilega kvefaður. Sama má segja um Dagjbart Elí. En svona er þetta að koma úr næstum 40° í 15°. Líkaminn þolir þetta frekar illa. Ég er því ekki búin að gera neitt af því sem ég ætlaði mér eftir að við komum, ekkert farið að baka fyrir jólin eða neitt en það er víst lítið hægt að gera við þessum lasleika annað en vera þolinmóður. Það er samt stefnt á piparkökubakstur um helgina. En hérna kemur smá skýrsla:

26. nóv.2008

Jæja loksins!

Ég byrjaði á því að leggjast í pest þegar við komum til Addis þannig að það er fyrst núna sem ég setst niður. Þetta verður eflaust einhver langloka, þ.e.a.s. ef ég man eitthvað eftir því sem gerst hefur að undanförnu en svona er nú það. Við sjáum til. Ég er sem sagt búin að liggja með hita og kvef og kinnholubólgur og komin á sýklalyf sem virðast nú vera að hafa áhrif. Ég er allvega komin á lappir. Ég var orðin frekar þreytt núna á lokasprettinum suðurfrá og þá er alveg dæmigert að maður verði lasinn. Ég var líka veik vikuna áður en við komum hingað, með í maganum og fékk þá líka hita. Allir aðrir eru frískir eins og er. Davíð Ómar fékk reyndar möbur um daginn eina ferðina enn og þurfti enn og aftur að fá lyf við því, var kominn með bauga undir augun og blóðugar hægðir. Hann virðist nú hafa náð sér af því en er ekkert allt of duglegur að borða, ekki frekar en fyrr daginn. Kristján hefur líka þurft að vera á sýklalyfjum vegna sýkinga í sárum á fótunum og Jóel sömuleiðis. Jóel var kominn með hita og orðinn slappur og það gróf í sex sárum á fótunum á honum svo þá var ekki spurning að setja hann á sýklalyf. Strax daginn eftir var hann miklu betri. Þetta er víst ekki óalgengt í hitanum, að sár séu lengur að gróa og meiri hætta á sýkingum. En þetta er allt á uppleið.

Starfið í Voító gengur vel en það er ekki bara auðvelt að búa þarna. Ég ætti kanski frekar að orða það sem svo að það eru margar áskoranir sem við þurfum að takast á við, því okkur líður mjög vel þar. En það var gott að koma til Addis núna og alveg tímabært.

En eins og ég sagði líður okkur vel. Við höfum kynnst mikið af góðu fólki og ánægjulegt að sjá hvað það er góður kjarni af kristnu fólki sem leiðir safnaðarstarfið. Þetta er ekki stór söfnuður ef aðeins fullorðna fólkið er talið, líklega um tuttugu fjölskyldur en þessum fjölskyldum tilheyra um 150 börn svo það er mikilvægt að haldið sé utan um þau því þau eru framtíðin. Í Voító er viðhorf til barna dálítið öðruvísi en við þekkjum í hinum vestræna heimi, jafnvel meðal hinna kristnu þó svo það breytist mikið þegar fólkið tekur trú á Jesú og upplifir kærleika hans. Mér finnst samt of mikið talað um hvað börnin eru til mikilla vandræða í kirkjunni o.s.frv. og hef reynt að tala um hvað það sé mikilvægt að þau fái líka uppfræðslu á sunnudögum þegar það er guðsþjónusta. Því miður hefur ekki verið neinn sunnudagaskóli að undanförnu en mig langar að reyna að hjálpa til við að koma því í gang. Það er mikið betra ef heimafólkið sér um það sjálft því auðvitað er best fyrir börnin að fá fræðslu á móðurmálinu sínu. Mig langar hins vegar að vera til stuðnings og reyna að miðla af reynslu minni og þekkingu. Ég hef séð um samverur fyrir börnin á þriðjudagseftirmiðdögum þar sem við sitjum undir tré við kirkjuna, syngjum og heyrum frásögn úr Biblíunni og svo hef ég leyft þeim að hlusta á mismunandi tónlist. Þetta er alveg nýtt fyrir þeim og þau sitja alveg dáleidd og hlusta á Bach, Händel, Chopin og Grieg! Mig vantar samt einhvern með mér sem getur túlkað yfir á tsamakko sem er tungumálið þeirra. Þau elstu skilja amharísku og ég hef reynt að fá þau til að hjálpa mér en þau eru feimin við það. Börnin í í Gisma eru mér mjög hugleikin og þið megið gjarnan muna eftir þeim í bænum ykkar.

Kristján hefur verið duglegur að sinna drengjunum. Hvern eftirmiðdag hefur hann fótboltaæfingar sem hann byrjar með stuttri frásögn úr Biblíunni og bæn. Margir drengjanna koma frá fjölskyldum sem ekki eru kristnar. Um daginn voru svo haldnir ólympíuleikar í Gisma. Byrjað var á stund sem Lemma, evangelistinn okkar sá um og svo var keppt í stökki hlaupi og fleiru. Þetta kunnu þeir vela að meta og margir fullorðnir sem og yngri börn komu til að horfa á. Jóel var að sjálfsöðu með líka!

Kristján hefur í mörgu að snúast. Oftar en ekki er hann beðinn að keyra í fyrir sjúkraskýlið í fæðingarhjálp, bólusetningar, sjúkraflutningar og fleira. Bíllinn sem tilheyrir sjúkraskýlinu bilaði fljótlega eftir að við komum í sumar og hefur ekki komið aftur. Hann þarf líka að fara hitt og þetta um Voitodalinn í ýmsum erindagjörðum. Mekane Yesus kirkjan hefur ábyrgð á 10 skólum víðsvegar í dalnum og það þarf að fylgjast með þeim, keyra kennara fram og til baka o.s.frv. Það hefur ekki gengið of vel að manna þessa staði og margir kennararnir eiga í erfiðleikum. Þetta mikilvæga skólastarf þarfnast fyrirbænar. Í síðasta mánuði tók Kristján svo þátt í námskeiði á vegum suðvestur sínódunnar fyrir evangelistana á svæðinu. Þar fékk hann það verkefni að kenna bókhald á amharísku í fimm klukkutíma! Það var mikil vinna og undirbúningur en gekk vel með Guðs hjálp. Hann predikar líka í kirkjunni reglulega og gengur vel að mér finnst.

Margrét Helga virðist sæmilega sátt í Voító þótt hún kvarti stundum yfir að hafa ekki nógu marga leikfélaga. Stelpurnar í þorpinu koma örsjaldan til að leika því þær hafa svo miklum skildum að gegna heimafyrir. Hún hefur aðeins leikið við tvær stelpur sem eru aðfluttar en ekki samt einhvernvegin náð að eignast góðar vinkonur. Hún er samt dugleg að dunda sér og elskar að teikna og lesa. Hún les núna sér til ánægju hvort sem er á íslensku, ensku eða norsku. Svo er ég farin að kenna henni á píanó og það gengur bara mjög vel og henni finnst það mjög gaman. Hún er líka mikið að semja ljóð og lög sjálf og fékk um daginn stílabók hjá mér til að skrifa textana sína í. Hún er dugleg í skólanum og biður oft um auka heimaverkefni. Annars höfum við alveg sleppt heimavinnu því það er nóg að hafa mömmu yfir sér í skólanum hálfan morguninn og svo komumst við líka yfir svo ótrúlega mikið í skólanum þar sem þau eru bara tvö. Hún var glöð að koma til Addis núna og hitta vinkonur sínar. Hún er orðin alveg ótrúlega flink í ensku og skil næstum ekki hvernig hún hefur lært þetta svona fljótt og vel. Við höfum alltaf einn ensku tíma á hverjum degi í Voító en samt. Líklega hefur það mikið að segja hvað hún er dugleg að lesa.

Jóel er alsæll. Hann á heilan hóp af vinum og er úti að leika allan daginn. Hann er duglegur í skólanum líka, orðinn nokkuð vel læs og  við erum byrjuð að undirbúa lestur á ensku líka. Honum finnst samt mest gaman í amharísku í skólanum. Það er stúlka frá Jinka sem vinnur á sjúkraskýlinu sem kennir þeim amharísku tvisvar í viku. Hann á ekki alltaf jafnauðvelt með að einbeita sér en vitlaus er hann ekki drengurinn! Það er bara svo margt að gerast í kollinum á manni stundum þegar maður er sex ára strákur, og skemmtilegra að vera úti í þorpi með hinum strákunum. Nú eru þeir reyndar líka í skólanum fyrir hádegi þannig að það hjálpar. Strax eftir hádegismat fer hann út og kemur kanski rétt aðeins í eftirmiðdaginn til að fá sér að drekka og fer svo í fótbolta. Svo kemur hann skítugur upp fyrir haus heim þegar fer að myrkva. Dobo nágrannakonu okkar (konan hans Dillo) finnst þetta alveg frábært hvað hann er bara eins og einn af strákunum, og klæddur eins og þeir þ.e. á nærbuxum einum fata. Þetta er auðvitað vitnisburður líka. Flestir strákana eru eldri en hann en það skiptir engu og það er leikið svo innilega að unun er að fylgjast með,þvílíkar vega- og byggingaframkvæmdir og náttúran leikvöllurinn! Þeir tala amharísku við Jóel en tsamakko sín á milli svo hann er farinn að skilja heilmikið. Svo eru strákarnir búnir að læra smá íslensku. Oftar en ekki heyrum við hrópað úr þorpinu: "Jóel, kondu!" Þegar við keyrðum suðureftir síðast var fyrst um sinn hrópað "Ferenge, ferenge" eftir því sem sunnar dró fara þau að hrópa "Highland, highland" sem er nafnið á vatni sem selt er hér í landi og túristar gefa krökkum oft flöskur á leiðinni. Þegar við komum svo til Gisma var hrópað "Jóel, Jóel"! Hér í Addis er það svo Lise sem er besta vinkona hans. Hún býr í Filtu svo þau hittast bara þegarallir eru saman í Addis. Þau eru eins og lítil hjón, hrikalega ktúttleg. Um daginn þegar hann ætlaði með Kristjáni að versla varð hann fyrst að láta Lise vita því hún vill gjarnan vita hvar hann er!

Dagbjartur Elí hefur átt hvað erfiðast með að venjast breytingunum. Þetta gengur upp á við en það koma oft erfiðir dagar inn á milli. Hann saknar Asnakú og Fantanesh hræðilega mikið og talar mikið um Mekanissa. Einn daginn heyrði ég hann segja við sjálfan sig að hann ætlaði að kveikja í húsinu í Voító því þá þyrftum við að flytja til baka til Mekanissa og þá yrði gaman, húrra! Elsku litli karlinn! En svo koma dagar þar sem hann leikur við strákana úti með Jóel og allt virðist í himnalagi.  En hann er auðvitað að ganga í gegnum sorgarferli. Hann var mjög glaður að koma núna til Addis. Asnakú gat reyndar ekki verið að vinna hjá hjá okkur því hún er búi að fá aðra vinnu og það erum við auðvitað þakklát fyrir. En hún kom í heimsókn einn morguninn og við fórum til hennar á laugardaginn og svo ætlar hún að reyna að koma næsta laugardag og vera með honum. Hann fær að vera með í skólanum í Voító eins og hann vill og er farinn að þekkja nokkra stafi og tölusafi og duglegur að telja. Hann kemur oft með fulla tösku af bókum og situr og les á meðan ég er að kenna krökkunum. Hann er algjör bókaormur. Hann segir yfirleytt ekki mikið eða syngur með þegar við erum að syngja en svo allt í einu heima fer hann að syngja söngva eða fara með þulur sem við höfum verið að læra í skólanum og ég hafði ekki hugmynd um að hann hefði lært.Ég ætla að athuga hvort hannfær ekki aðeins að koma í heimsókn í leikskólann á Bingham, bara til að sjá hvernig þetta er og svo fær hann að byrja í febrúar þegar hann er orðinn fjögurra ára.

Davíð Ómar hefur verið frískur að mestu og það erum við þakklát fyrir. Hann fékk reyndar amöbur enn eina ferðina um daginn en fékk strax lyf. Hann vill líka vera í skóla eins og stóru systkinin en það er ekki allveg jafnauðvelt að fá hann til að sitja kyr eins og hin. Sigga fer því yfirleitt með hann í göngutúr í kerrunni á meðan ég er að kenna fyrstu tímana og það finnst honum líka mjög gaman. Svo kemur hann hlaupandi á bleyjunni í skólann og segir "Gódæ!"  og krakkarnir segja að nú sé skólastjórinn kominn. Hann er ósköp lítill eftir aldri en duglegur er hann, mjög fimur og prílar upp um allt og allsstaðar. Hann talar líka orðið heilmikið, mest íslensku, svo amharísku og líka smá tsamakko. Hann gerir sér líka grein fyrir þegar fólk er að tala norsku því þá svarar hann með mjög norsku "ja" og kveður á norsku þegar fólkið fer! Hann hefur orið orð á öllu á íslensku og er líka farinn að búa til setningar. Hann kallar á systkini sín með nöfnum, Margrét Helga er "Gaggaleia" Jóel er "Lóvel" og Dagbjartur Elí er "Billí" sjálfur heitir hann "Dawit" sem er amharíska útgáfan af Davíð. Um daginn vorum við askoða bók sem er um afríska stelpu. Á fyrstu blaðsíðunni var stór mynd af stelpunni. Hann benti á hana og sagði "Habtama" Habtama er lítil stelpa sem býr á kristniboðslóðinni hjá frænku sinni. Svo skoðuðum við lengra í bókinni og þar var aðeins minni mynd af sömu stelpunni. Og ég spurði: "hver er þetta?" Dawít" svaraði hann á. Ætli hann haldi ekki sjálfur að hann sé Eþíópi! Hann er allvega nokkuð sáttur í Voító og á nokkra leikfélaga sem eru á hans aldri. Hann leikur oft við dóttur þvottakonunnar og svo í koma nokkur svona kríli í kirkjuna á sunnudögum. Þau eru svo krúttleg saman og virðast vera í mjög alvarlegum samræðum og skipulögðum leik með litla steinsvölur sem þau finna.

Skólinn gengur vel og það hefur gengið vel með Siggu líka. Ég kenni íslensku, ensku, stærðfræði og tónmennt og hún kennir kristinfræði, samfélagsfræði, norsku og myndmennt. Ég tek þrjá fyrstu tímana á morgnana og Sigga tvo seinni. Fantae sem vinnur á heilsugæslunni kennir þeim svo amharísku tvo tíma í viku. Ég undirbý og skipulegg alla kensluna og reyni að fylja bæði íslensku námskránni og þeirri sem notuð er á Bingham. Þetta er heilmikil vinna, en mér finnst þetta gaman og mér finnst hafa gengið vonum framar að kenna krökkunum sjálf. Það er ekki bara sjálfsagt að það gangi vel að hafa mömmu sem kennara. Það eru mörg hlutverk sem ég þarf að sinna gagnvart börnunum, vera mamma, kennari, píanókennari osvfr. Það er ekki alltaf auðvelt en með Guðs hjálp gengur þetta.

 Eitt af því er er stundum lýjandi er að við höfum lítið einkalíf. Fólkið fylgist grant með öllu sem við gerum og allar sögur breyðast út sem örskot. Bara svona sem dæmi þá voru konurna alltaf að segja mér að gefa Davíð Ómari brjóst. Það byrjaði með konunum í kirkjunni en þær hættu smám saman að tala um þetta þegar ég kom þeim í skilning um að þar væri bara ekkert fyrir hann að fá, alveg tómt. Svo í hvert skipti sem ég mætti konum úr þorpinu var þetta aðal málið, þær benda á brjóstin á sér og brjóstin á mér og barnið (sem er ekkert að kvarta by the way!) og benda mér að leggja hann á brjóst. Svo einn daginn hitti ég konu úr þorpinu sem talar amharísku og hún sagði mér að þær héldu að ég ég væri ófrísk fyrst ég væri ekki lengur með Davíð Ómar á brjósti. Það hefur ss. Mikið verið spáð í þessa hvítu konu sem ekki gefur eins og hálfsársgömlu barni sínu brjóst, hún hlýtur þá að eiga von á öðru! Eins ef Kristján hefur farið einhverja ferð af mismunandi ástæðum, sem kanski bara tveir vita um, fyrir utan mig þegar hann fer, þá veit allt þorpið það daginn eftir og karlarnir koma til að forvitnast um hvað hann hafi verið að gera! Það er auðvitað hægt að brosa að þessu en þetta getur líka verið lýjandi.

Við höfum reynt að setja reglur um umgang á lóðinni en þð gengur. Það eru ekki bara við sem verðum þreytt á þessum umgangi heldur líka eþíópska samstarfsfólkið okkar sem býr á lóðinni. Um daginn var verið að deila út korni vegna þurkanna og þá var enginn friður við húsið. Stundum verðum við bara að loka og vera inni til að fá smá frið. En sem betur fer er þetta sjaldan svo slæmt. Það er erfitt að finna milliveginn, við viljum reyna að sýna fólkinu kærleika og taka vel á móti fólki sem kemur en það eru auðvitað líka takmörk fyrir hversu mikinn ágang maður getur þolað stundum. Við biðjum Guð að vera með okkur í þessu líka og sýna okkur hvernig við eigum að mæta fólkinu.

Okkur líður vel í Voító og sjáum svo sannarlega tilgang með veru okkar þar. Við lítum á hlutverk okkar fyrst og fremst að vera til staðar og styðja við starfið í kirkjunni eins og við getum.

Báðir regntímarnir í ár brugðust svo nú er útlit fyrir uppskerubrest á ný. Kristján fékk reyndar jákvætt ssvar við styrk til að kaupa vatnsdælu sem getur dælt vatni úr ánni og vökvað akrana. Í næsta nágrenni við Gisma er þessi aðverð notuð á stórum bómullarökrum sem er grænir þrátt fyrir regnleysi. Reyndar hefur rignt annarsstaðar í Voítódalnum en regnið hefur alltaf einhvernvegin farið fram hjá Gisma. Það er því bæn okkar að þessi vatnsdæla verði til hjálpar og karlarnir finni hjá til ábyrgðar að láta hana ganga. Hingað til hafa þeir ekki reynt að gera svo mikið því þeir vita að það kemur neyðaraðstoð frá ameríku með korn. Auð vitað er það gott inn á milli en þegar fólkið er algjörlega farið að stóla á það og reynir ekkert til að halda ástandinu stöðugu er þeta ekki gott. Kristján sýndi nokkrum körlum á korti hvaða leið þetta korn hefði farið og hversu mikil vinna og keyrsla, og skipsferðir voru á bak við það. Þetta þótti þeim mjög merkilegt og höfðu auðvitað aldrei spáð í það!

Það er bæn okkar á hverjum degi að Guð leiði okkur í starfinu í Voító og sýni okkur á hvern hátt við getum hjálpað og verið fyrirmyndir. Þótt ekki séu margir kristnir ennþá er ekki spurning að Drottinn hefur breytt miklu í lífi þessa fólks sem tekið hefur á móti kærleika hans og ég trúi því að þetta sé bara byrjunin. Nú fá fleiri börn að lifa í Voító því kristna fólki hefur tekið að sér börnin sem annars áttu ekki að fá að lifa samkvæmt trú tsemaifólksins. Ef barn fær tönn fyrst í efrigóm er það merki um bölvun forfeðra andanna og barnið verður að deyja, sömuleiðis ef kona með barn á brjósti verður ófrísk verða bæði börnin að deyja því á þeim hvílir bölvun. Kynlíf utan hjónabands virðist lítið tiltökumál en ef stúlka verður ófrísk utan hjónabands má barnið ekki lifa. Lemma evangelistinn okkar hefur tekið að sér tvö slík börn sem nú eru orðin fullorðin og hafa hlotið menntun. Áður samþykkti fólkið aðeins að farið væri með börnin úr dalnum en núna er í lag að þau fái að vera í Voító ef kristið fólk tekur þau að sér. Mér hefur fundist mjög sérstakt að sjá þessi börn og mjög sterkur vitnisburður. Þetta fólk á lítið og á kanski mörg börn sjálft en vegna kærleika Jesú hafa þau tekið þessi dauðadæmdu börn að sér. Læbó er kristinn tsemaimaður sem rekur litla verslun og myllu í Gisma. Hann hefur tekið að sér dreng sem á aldur við Davíð Ómar og átti sá drengur ekki að fá að lifa. Hann gaf drengnum nafnið Setota sem merkir gjöf. Hann leit á þennan litla dreng sem ekk átti að fá að stækka og dafna sem gjöf Guðs til sín. Þetta segir meira en mörg o

Halló, halló!!

Bara smá lífsmark! Við erum komin til Addis og verðum hér í fjórar vikur. Það kemur almennilegt blogg og fréttir af því sem á daga okkar hefur drifið sl. tvo mánuði bara alveg á næstu dögum. Það er einhvernvegin ekki alveg hluti af daglegu lífi í Voíto að setjast niður við tölvuna auk þess sem rafmagn er af skornum skammti það sem og bara að það er mikið að gera frá morgni til kvölds veldur því að ég hef ekkert bloggað að undanförnu en ekki gefat upp á mér þetta er allt að koma.....

Gleðilegt nýtt ár!

Já hér er nýjársdagur í dag, árið 2001 gengið í garð! og hér kemur svo önnur langloka fyrir áhugasama.

28.ágúst - 10. sept.

 

28.ágúst

Davíð Ómar er loks orðinn frískur. Hann kastaði upp í fimm daga og fékk svo einn dag með niðurgang. Hann er samt enn ekki kominn með neitt sérlega góða matarlyst sem er ekki alveg nógu gott því hann má varla við þessu. Ég þarf að fara með hann á sænsku klíkina í næstu viku því Arne læknir vildi fá að fylgjast með honum, sjá hvort hann sé ekki að stækka eitthvað og þyngjast eðlilega.

Krakkarnir byrjuðu í skólanum á þriðjudaginn og eru alsæl. Það eru langir skóladagar og í næstu viku bætist svo við heimavinna þannig að þetta er heilmikið. Sigga var með Jóel  þar til í dag. Hún ætlaði reyndar með honum en fékk eitthvað heiftarlegt í magann. Vonandi að hún nái sér fljótt. Jóel gekk bara vel að vera einn. Juho sem er finskur er í hans bekk og Saara sem er finski kennarinn hans fylgir honum. Hún talar góða sænsku svo hún gat aðeins aðstoðað Jóel þar sem hann skilur sænskuna vel líka.Hann skilur auðvitað ekki enn öll fyrirmæli en reynir að herma eftir hinum. Hann reynir líka stundum að fá Siggu til að gera hlutina fyrir sig en nú verður hann að sjá um þetta sjálfur, skóladrengurinn. Hann getur stundum dottið í sinn eigin hugarheim en er annars frekar duglegur að læra og fljótur að ná hlutunum. Hann er orðinn nokkuð góður í að lesa á íslensku og er líka að átta sig á enskunni.

Margrét Helga sat til að byrja með með norsku stelpunum en svo fundum við út að það truflaði hana að heyra þeirra túlk tala norsku svo ég bað kennarann hennar að færa hana. Nú situr hún bara með bandarísk/ eþíópsku stelpunum og það gengur mun betur. Hún einbeitir sér bara að enskunni í skólanum og svo talar hún norsku þegar hún kemur hingað og leikur með norsku krökkunum.

Ég er búin að vera sl. Þrjá daga á ráðstefnu fyrir heimaskólaforeldra. Það var mjög fínt og gagnlegt að heyra frá reynslu þeirra sem hafa verið lengi með heimaskóla. Í Bandaríkjunum og eins Ástralíu og Nýja- sjálandi er ekki óalgengt að fólk kenni börnum sínum heima. Í Bandaríkjunum er til ógrynni af námskrám og námsefni sem hægt er að velja um. Flestar mæðranna þarna blanda saman námskrám eftir því hvað hentar þeirra börnum best í hvaða fagi og flestar eru að nota námskrár og námsefni sem samið er af kristniboðum fyrir kristniboða. Ég er eignlega að setja saman mína eigin námsskrá þar sem ég tek mið bæði af íslensku aðalnámskránni og cambridge námskránni sem notuð er á Bingham. Cambridge er alþjóðleg námskrá sem er með mjög háan standard en er góð vegna þess að flestir krakkarnir sem útskrifast úr þessu kerfi komast án vandræða inn í hvaða háskóla sem er bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þau eru langt á undan í stærðfræði og móðurmáli. Til að Margrét Helga og Jóel geti verið á sama stað í íslensku td. og hin eru í ensku, verð ég að nota alveg upp í 7. bekkjar námsefni og bara sníða það að þeirra þroska og skilningi. Sama má segja um stærðfræðina. Þetta er heilmikið púsluspil og mikil vinna þótt þetta séu bara tveir nemendur í 1. Og 2. bekk! En mér finnst þetta mjög gaman og spennandi og ótrúlega gaman að sjá hvernig þau læra tungumálin. Margrét Helga er orðin ótrúlega sleip í að lesa á ensku og getur jafnvel lesið rétt orð sem hún ekki skilur því hún er búin að átta sig á framburðinum. Hún situr og les fyrir Jóel sem er mjög gott því þá lærir hann líka. Ég hef fengið fullt af góðum lestrar bókum á Bingham bæði frá bókasafninu og heimaskólaherberginu.

Ég er allavega mjög ánægð með þennan skóla. Það er líka bara svo gott andrúmsloft þarna og kennararnir eru þarna allir af köllun og leggja hjartað í starfið. Það eru öll minstu smáatriði löggð í Guðs hendur og kennararnir sinna svo sannarlega kristniboðsstarfi meðal barnanna, á svo eðlilegan hátt. Trúin er einhvernvegin svo eðlilegur hluti af daglega lífinu í skólanum.

Asnakú er ekki enn búin að fá vinnu svo ég bauð henni að vinna hjá okkur núna meðan við erum hér. Dagbjartur Elí er svo glaður og kátur að fá Asnakú og Davíð Ómar líka. Við fórum í mat til Fantanesh á sunnudaginn eftir úrslitaleikinn í handbolta sem við horfðum á á Hilton hótelinu. Hún kom okkur sko aldeilis á óvart. Þegar við komum inn í stofuna blasti fyrst við okkur þetta fína sófasett og svo heilsaði okkur afskaplega hægverskur maður sem sat í horni stofunnar. Það var svo sem ekkert óvenjulegt því það er oft eitthvað fólk í heimsókn hjá henni. Fantanesh sem er alltaf eitthvað að fíflast sagði fyrst að þetta væri pabbi hennar en ég vissi nú að það var ekki rétt. Svo kom í ljós að þetta er heitmaður hennar! Ég hélt lengi vel að hún væri bara að grínast því hún er alltaf eitthvað að fíflast með þetta með mann og segist vilja giftast gömlum ríkum karli sem er við dauðans dyr svo hún fái góðan arf! En þetta var ss. hann Berhanu sem hún er trúlofuð og það er fyrir víst þar sem hún sagði okkur þetta því svona er allt mikið leyndarmál þar til fólk hefur ákveðið að gifta sig. Þau eru ekki enn formlega gift en það er víst bráðum en Fantanesh var eitthvað smeyk við þetta allt því allir ætlast til að það verði haldið almennilegt eþíópskt brúðkaup en það er nú aldeilis ekki ókeypis. Ég held líka að þau langi til þess þannig að ef einhvern langar að gefa henni smá brúðargjöf má leggja inn á reikninginn okkar. En okkur leist allvega vel á manninn og erum mjög glöð hennar vegna. Hún er enn ekki komin með vinnu en við lítum á þetta sem bænasvar þar sem hann Berhanu er með vinnu svo nú er hún ekki alveg ein á báti.

Kristján er núna kominn til Woito. Mér fannst eitthvað voðalega erfitt að hann væri að fara. Þetta er eitthvað svo langt í burtu. En við verðum nú í símasambandi og svo reynir hann að koma til baka eftir kanski 10 daga. Jóel er alltaf voðalega ómögulegur þegar pabbi fer og það má helst ekki tala um það því þá bara fer hann að gráta. En svona er þetta, Kristján getur ekki verið svona lengi í burtu frá starfinu í hvert skipi sem við komum í skólann. Í næstu umferð verðum við svo níu vikur í Woito og erum svo eiginlega búin að ákveða að vera aftur í þrjár vikur hér í Addis þar sem það er eiginlega nauðsylegt fyrir krakkana til að komast betur inn í tungumálið og allt saman á Bingham.

 

Gullkorn:

Sigga var að túlka fyrir Jóel sögu sem kennarinn var að les um lítinn ljónsunga sem var dálítið einmana því hann kunni ekki allt eins og hin dýrabörnin, hann kunni td ekki að lesa og skrifa eins og þau og fannst hann svo mikið öðru vísi. Svo spurði hún krakkana og Sigga túlkaði fyrir Jóel, hvort þeim hefði einhverntíman liðið þannig, Nei það hafði Jóel aldrei upplifað. Svo spurði hún ef þeim liði þannig hver er það þá sem er alltaf hjá þér. Þá svaraði Stubbur:" Margrét Helga!" "En á nóttunni ef þú verður kanski eitthvað leiður eða hræddur" "Margrét Helga er alltaf hjá mér" Svo spurði hún hvort honum findist leiðinlegt ef aðrir í kringum hann kynnu eitthvað sem hann kynni ekki td. Þegar Margrét Helga kunni að lesa en ekki hann:" Nei því þá getur hún kennt mér"! Svo héldu þau áfram að tala um þetta hver væri alltaf hjá manni, líka þegar Margrét Helga væri ekki og Sigga benti með fingrinum upp í loft þá kom loksin: "Já, Jesús!" Hún er ekkert smá STÓR þessi stóra systir og þau eru líka bestu vinir. Hann er líka alltaf svo jákvæður.

Ég hafði beðið norsk vinahjón okkar að kaupa fyrir mig eina söngbók í Noregi sem var dýrari en ég hélt því norska krónan er svo sterk miðað við birrið og ég hafði ekki gert mér grein fyrir því., Jóel heyrði eitthvað að ég var að tala um þetta og sagði strax:"Mamma ég á fullt af peningum í Woito sem þú getur fengið!" hann er svo mikið krútt, þetta eru nokkur birr sem hann á og einhver sent, Þau eru að safna sér systkinin fyrir að komast í sumarbúðir (einhver áhrif úr myndinni Regínu!)

Sigga og Margrét Helga sátu í skólabílnum á leiðinni heim og þá segir Margrét Helga allt í einu: "Ég er sko búin að sjá alla kúluna!" Sigga skildi ekki alveg hvað hún átti við með kúluna."Bara alla kúluna, ég er búin að fara til Noregs og Svíþjóðar og Íslands og London og Eþíópíu" Ekkert smá veraldarvön skvísa!

En nú er komin háttatími. Minsti maðurinn er yfirleitt vaknaður ekki seinna en sex, það er svo mikið að gera hjá honum! Mætti halda að hann ætti eigi að vera mættur einhversstaðar á morgnana! Svo það er eins gott að koma sér í rúmið! Ég kúri með alla krakkana hjá mér, þ.e. í sama herbergi. Þau komast ekk öll fyrir uppí. Ég geri það alltaf þegar Kristján, er í burtu, mér líður einhvernvegin betur með það. Algjör hönemor eins og Norðmennirnir segja! En það er líka bara allt í lagi. Börnin mín eru það dýrmætasta sem ég á!

  • 1. September

Jóelínus  sex ára á morgun! Hann er svo duglegur. Sigga er enn svo slöpp að hún hefur ekkert getað farið með honum í skólann og Asnakú getur ekki komið fyrr en kl. 9 á morgnana og ég hef í ýmsu öðru að snúast á meðan við erum hér í Addis svo hann hefur bara verið í einn í skólanum og plumar sig vel. Ég held hann skilji helling þótt hann skilji auðvitað ekki allt. Hann kemur dauðþreyttur en alsæll heim úr skólanum. Þau eru oft ekki komin heim fyrr en að verða hálffimm og í dag var klukkan orðin meira en hálffimm og svo er heimavinnan eftir þannig að þetta er hellings vinna. Margrét Helga fór ekkert í skólann í dag því hún kastaði upp í gær og var óttalega slöpp í dag. Ég ætla að hafa hana heima í morgun líka en ég vona nú að hún komist í skólann á miðvikudaginn. Verst að við ætluðum út að borða á morgun efir skólann í tilefni dagsins en ég samdi við Jóel um að ég sæki hann í skólann og svo förum við og kaupum eitthvað gott að borða og tökum með  heim. Hann fær líka að taka með sér smá gotterí og svona til að halda upp á daginn með bekknum sínum

Ég fór og lét vikta Davíð Ómar í morgun og mæla lengdina. Hann er ósköp smár litli trítillinn minn og var búinn að léttast um hálft kíló frá því hann var viktaður síðast um miðjan júní. Það er kanski ekki skrítið þar sem hann kastaði upp í fimm sólarhringa og fékk svo niðurgang og er enn ekki kominn með almennilega matarlist. Hann er ekki nema 10 kg og 75 cm. Ég hrindi í Arne Bredvei lækni á sænsku klínikinni sem sagði að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem hann hefði eitthvað lengst og það er búið að taka blóðprufur sem ekkert sýndu óeðlilegt. Hann samsvarar sér alveg en er mjög lítill miðað við aldur og undir normalkúrvunni en hann þroskast alveg eðlilega. Við verðum bara að fylgjast með honum og vikta og lengdarmæla hann reglulega. Hann er svo mikill grallaraspói, alltaf hlæjandi og kemur manni í gott skap með smitandi hlátri sínum. Hann klifrar upp um allt og allsstaðar og elskar að vera úti að leika. Hann talar líka svo mikið bæði íslensku og amharísku og meira að segja smá norsku líka núna. Hann hermir eftir öllu sem hann heyrir og er fljótur að tileinka sér ný orð. Honum finnst rosa gaman að sitja hjá vörðunum hér við hliðið og horfa á bílana og spjallar við þá á amharískunni sinni.

Davíð Ómar vaknar af og til á nóttunni svangur því það er misauðvelt að koma oní hann mat á daginn, maður verður að reyna að gefa honum oft að borða því hann borðar lítið í einu. Í nótt vaknaði hann svangur svo ég gaf honum banana og mjólk og svo hélt ég að hann væri tilbúinn að fara að sofa. En þegar hann var alveg að sofna rumskaði Margrét Helga og hélt hún þyrfti að gubba. Það gekk nú yfir en allt í einu heyrðist ámátlega úr rimlarúminu:"bubba, bubba" svo ég hélt kanski að Davíð Ómar þyrfti líka að gubba. Ég lét hann fá dollu og hann beygði sig yfir hana og þóttist gubba. Svo vildi hann bara ekkert fara að sofa og hélt áfram að tala um að hann þyrfti að "bubba". Svo loksins þegar ég tók hann upp í til mín sofnaði hann með bros á vör!

Í morgun þegar ég fór með hann upp í heilsugæsluherbergið þóttist hann líka vera að gubba. Þar er dáldið af leikföngum og m.a. svona bollar til að byggja turn úr. Hann tók einn bollann og beygði sig yfir hann og sagði:"bubba" og þóttist vera að gubba! Aumingja barnið, eins og hálfs árs er hann svo oft búinn að kasta upp að þetta er orðinn hluti af leiknum líka!

Kristán er enn í Woito og við söknum hans voðalega. Við reynum að hringjast á á hverjum degi en það er ekki alltaf jafnauðvelt að ná sambandi. Sérstaklega Jóel er voða viðkvæmur og stutt í tárin ef minnst er á pabba. En hann ætlar að reyna að koma eins fljótt og hann getur til baka hingað. Við verðum hér uþb tvær vikur í viðbót. Hér rignir eldi og brennisteini en í Woito er allt skrjáf þurrt. Skrítið að hugsa til þess að þetta sé sama landið.

3.sept

Ég varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í gær að vera rænd um hábjartan dag á sæmilega fjölfarinni götu. Ég var að koma úr búð og var með Dagbjart Elí með mér svo ég leiddi hann öðrum megin og hélt svo á veskinu og pokunum með því sem ég hafði verið að kaupa í hinni. Ég var alveg grunlaus og gekk niður götuna og var alveg að koma að norsku lóðinni. Þá gengu fyrir framan okkur tveir unglingsstrákar, löturhægt og af því að það var talsvert af bílum á götunni og engin gangstétt, bað ég þá um að fá að komast framhjá þeim. Allt í einu finn ég að annar þeirra tekur um hálsinn á mér og slítur af mér gullhálsmen sem ég var með um hálsinn. Þetta var hálsmen með nafninu mínu á fídelum sem ég keypti hér úti fyrir 13 árum og kostaði á sínum tíma 1000 birr (um 9000 ísl) en er núna líklega milli 2 og 3 þúsund birra virði. Ég öskraði eins hátt og ég gat "leba, leba" (þjófur, þjófur) því það hafði mér verið sagt að ég ætti að gera ef eitthvað svona kæmi fyrir því þá myndi fólk hjálpa manni. En það hjálpaði mér enginn. Nokkrir stoppuðu og störðu bara en enginn gerði neitt og ég gat auðvitað ekkert gert með barnið með mér. Það fyrsta sem ég hugsaði samt var að ég var glöð að ég var ekki með krossinn sem amma gaf mér í fermingargjöf sem hún sjálf fékk þegar hún fermdist því hann hefur meira tilfinningalegt gildi fyrir mig og ekki hægt að kaupa nýjan. Ég er yfirleitt annað hvort með hann eða þetta hálsmen. Ég hélt einhvernvegin að maður væri öruggur hér, en mér skilst að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist einmitt á þessum stað sem ég var. Það hafði ég aldrei heyrt. Úti á Mekanissa,þar sem við bjuggum í þrjú ár, hef ég aldrei heyrt um neitt svona og alltaf gengið um róleg en núna erum við auðvitað í miðbænum. Ég er hinsvegar alltaf mjög varkár á Piaza og Merkato og svoleiðis stöðum þar sem svonalagað er alltaf að gerast. Ég tilkynnti þetta á hverfislögreglustöðinni en efast einhvernvegin um að þeir nái þessu aftur en þó veit maður aldrei. Ég lýsti þjófunum fyrir þeim og þeir fóru strax nokkrir að leita en það verður bara að koma í ljós. Ég kem a.m.k. aldrei framar til með að fara svona með krakkana og helst ekki ein og þá allavega alls ekki með nein stór verðmæti á mér. Ato Hailo sem vinnur hér á skrifstofunni sagði að þeir væru marg búnir að kvarta undan lélegri löggæslu og Solomon yfir vörðurinn á lóðinni hér sem fór með mér á löggustöðina var mjög reiður og spurði þá hvar þeir hefðu eiginlega verið.  Þeir eiga að ganga um hverfið og fylgjast með en ég var búin að labba stóran hring um hverfið og sá ekki einn lögregluþjón.

En að öðru og skemmtilegra. Jóel varð sex ára í gær og vaknaði klukkan hálfsex þannig að það náðist ekki að vekja hann með söng. Margrét Helga hafði verið heima á mánudaginn með uppköst og var líka slöpp í gær og steinsvaf  en vaknaði þó áður en Jóel fór í skólann og náði að gefa honum pakkann sinn. Hann fékk voða flottan 66°N jakka frá Sverri afa og Helenu og bumbuveski frá ömmu og afa á Karló sem hann fékk að fara með í skólann. Svo fékk hann legó og tölvuleik, risaeðlur úr plasti og ýmislegt annað skemmtilegt. Ég var búin að lofa honum að sækja hann í skólann og fara svo út að borða og af því að Margrét Helga var farin að hressast gerðum við það. Asnakú og Sigga komu með okkur og við fórum á Family resturant sem er uppáhaldsstaðurinn hans af því þar fær maður að teikna! Hann er líka duglegur að spjalla við þjónana þar og þeir eru farnir að kannast við þennan litla ljóshærða snáða sem talar reiprennandi amharísku. Jóel lék á alls oddi og dansaði við tónlistina á veitngastaðnum og var alsæll með daginn. Svo í morgun þegar hann vaknaði var hann eitthvað að kvarta um í maganum en mér fannst hann nú ekkert voðalega laslegur svo allt í einu gleymdi hann sér og sagði:" Mig langar svo að kubba- ég meina mér er svo illt í maganum" Við þurftum aðeins að spjalla um að maður ætti ekki að venja sig á að gera sér upp veikindi til að sleppa við að fara í skólann. Honum finnst alveg svakalega gaman í skólanum en þegar maður er búinn að fá svona margt skemmtilegt getur maður alveg hugsað sér að vera frekar heima. Hann fékk líka að taka smá gott með sér í skólann og hélt upp á afmælið í bekknum. Svo á laugardaginn verður allsherjar veilsa hér fyrir bæði Margréti Helgu og Jóel. Ég ætlaði fyrst að stinga upp á að þau hefðu sinhvora veisluna, eitt strákaafmæli og svo stelpu afmæli en það var nú ekki til að tala um. Þau hafa alltaf haft sameiginlega afmælisveislu og svo skildi það líka vera núna! Svo það verða strákarnir úr Jóels bekk og stelpurnar úr Margrétar Helgu bekk og svo norsku krakkarnir. Þau vildu helst bæði bjóða öllum bekknum sínum en ég legg ekki alveg í 50 barna veislu!

10. september

Kristján kom til baka í fyrradag. Það var nú gott að fá hann aftur. Nú á bara pabbi að gera allt svo það léttir aðeins á mér. Davíð Ómar var svo glaðaur að sjá pabba aftur. Hann vildi ekki fara að sofa kvöldið sem hann koma og vildi bara vera í fanginu á honum. Þegar Kristján fór út í bíl að ná í töskuna sína flýtti sá stutti sér í stígvélin og stóð við dyrnar og hrópaði:" babbí, babbí!" Hann var svo hræddur um að pabbi myndi fara aftur. En nú er hann orðin sannfærður um að pabbi er hérna hjá okkur.

Það var svaka afmælisveisla hér á laugardagin. Fantanesh og Asnakú komu báðar til að hjálpa mér og svo var Sigga líka með mér. Það var pöntuð pizza og svo var ég búin að baka afmælisköku og svo gerði Fantanesh vöfflur því ég átti svo mikið af gamalli mjólk. Svo vorum við með leikjaprógramm í kapellunni sem þjónar líka hlutverki íþróttahúss hér á lóðinni. Það varð auðvitað allt fara bæði fram á ensku og norsku svo allir krakkarnir myndu skilja. Margrét Helga og Jóel voru mjög ánægð með daginn.

Við áætlum að fara aftur til Woito á mánudaginn en við erum ekki alveg búin að ákveða hvort við keyrum á einum eða tveimur dögum. Nú þarf bara að versla og ganga frá áður en við förum. Það er frí í skólanum hjá krökkunum á morgun því það er eþíópskur nýjársdagur. Á morgun gengur árið 2001 í garð hér.

Ég reyni að láta í mér heyra áður en við förum en þangað til: Guðs veri með ykkur!

 

 


Voito 9.-23. ágúst

Hér kemur ægileg langloka! Við komum til Addis sl. miðvikudagskvöld og gekk ferðin vel. Davíð Ómar er reyndar orðin lasinn en allir aðrir hressir. Sjá nánar í lok þessarar færslu. En hér er allvega smá innsín í lífið okkar í Voito:

 

9.ágúst

Þá erum við búin að vera tæpar þrjár vikur hér í Voito og erum bara mjög sátt. Það er mjög heitt. Svona yfirleitt á bilinu 36- 37°C á daginn og fór í fyrradag upp í 38°. Það er yfirleitt svona í kringum 32° þegar við förum aðs ofa á kvöldin. Hitinn hefur ekki truflað okkur neitt af ráði nema helst Davíð Ómar sem hefur ekki sofið allt of vel, hvorki á daginn né á nóttunni en Kalli og Raggý komu með viftu frá Ómó Rate sem þau nota ekki og það hjálpar. Gallinn er bara hvað hún tekur mikið rafmagn og er hávær. Davíð Ómar er nú bara sáttur við suðið í henni og finnst gott að sofa við það. Það er frekar að það trufli okkur Kristján! En hann verður að sofa barnið.Vonandi nest hann hitanum. Hann er annars orðinn svo hraustur og lítur svo vel út. Duglegur að borða og og er meira að segja farinn að nota koppinn! Hann segir frá í hvert sinn sem hann þarf að kúka eða pissa eða jafnvel bara að leysa vind! Þá heyrist angistarfullt:"gúga" og þá er hlaupið á koppinn með hann. Það næst ekki alltaf í tæka tíð en gengur alltaf betur og betur. Svei mér þá ef hann verður ekki bara hættur með bleyju fyrir jól. Reyndar er þetta mjög auðvelt hér þar sem hnn er bara mest berrassaður allan daginn. Er bara með bleyju ef hanner úti að leika í sandinum og þegar hann sefur og það eru bara taubleyjur sem ég held að geri líka að verkum að hann er farinn að átta sig á þessu þetta snemma, ekki orðinn 17 mánaða einu sinni! Margrét Helga og Jóel eru alsæl hérna og leika sé allan daginn úti. Jóel sagði við mig um daginn:"Mamma það er svo miklu auðveldara að sofna í Voito!" Ég held það stafi af því að þau eru á fullu allan daginn í sólinni og hitanum. Það eru þrír krakkar hér á lóðinni frá Jinka og búa núna hjá frænku sinni sem vinnur hér á sjúkraskýlinu, í sumarfríinu. Þau fara svo aftur til Jinka í haust þegar skólinn byrjar. Þetta eru systkini sem heita Eyerusalem og Lemma og svo lítil frænka þeirra sem heitir Habtama. Hún reyndar fór til baka til Jinka í dag með mömmu sinni. Eyerusalem hefur verið aðins að líta eftir Davíð Ómari líka sem hefur aðeins létt undir. Þau eiga eftir að sakna þeirra þegar þau fara en það hjálpar vonandi að þá byrjum við líka í skólanum og Sigga verður komin til okkar. Dagbjartur Elí fór mjög hægt í sakirnar til að byrja með. Fór helst ekki út fyrir hússins dyr og vildi helst bara vera hjá mömmu. Hann hefur smátt og smátt orðið öruggari og er nú farinn að hlaupa út með krökkunum. Hann fer  meira að segja sjálfur á kamarinn sem var dáldið erfitt í fyrstu. Hann er farinn að líkjast meira sjálfum sér aftur og farinn að sætta sig við breytingarnar. Hann er að þroskast svo mikið núna og er alltaf að minna á að hann ætli líka að byrja í skólanum. Hann er orðinn voða duglegur að telja og er alltaf að spyrja um stafina. Ég ætla að leifa honum að vera eitthvað með og útbúa verkefni sem hæfa honum.

Jóel er alltaf jafnmikill dýrakarl og hér á lóðinni er alltaf fullt af litlum kiðlingum. Hann og Margrét Helga eru sérstaklega búin að taka ástfóstri við einn þeirra sem er orðinn svo heimavanur að hann kemur hiklaust og drekkur úr balanum hjá Davíð Ómari þegar hann fær að fara í balann á pallinum bakdyramegin. Hann tryllist hinsvegar úr hræðslu! Það eina sem dugir núna er að gefa þá kiðlingnum smá vatn í annað ílát og þá fer hann þegar hann hefur fengið nægju sína. Annars erum við ekkert að gefa geitunum sem eru í eigu nágrannanna því þá er ekki flóarfriður fyrir þeim. Þær éta blóm og bara allt sem þær komast í.  Fyrstu agana var Jóel mjög upptekinn af því að smakka geitamjólk . Strákarnir hérna tóku hann með sér og hann beið eftir að geiturnar komu heim til að geta mjólkað eina sem var með kiðling. En eftir tvær smakkanir hætti hann því þar sem mjólkin var ekki jafngóð og hann hafði vonast til. Hér fæst auðvitað engin ferskmjólk svo við erum bara með þurrmjólk sem krakkarnir eru lítið hrifin af. Davíð Ómar drekkur hana með bestu lyst n ég held að í næstu ferð verðum við að kaupa hreina jógút svo ég geti búið til súrmjólk.

Einn sunnudaginn var einn af strákunum hér með pínulítinn músarunga sem var svo lítill að hann var blindur. Jóel vildi helst fá að eiga hann en það varð úr á endanum að honum var sleppt aftur út í grasið. Hann var með hann hérna í einn dag og lét hann renna sé í playmorennibraut og ýmislegt fleira en varð síðan sannfærður um að honum ætti eftir að líða betur úti í náttúrunni. Móðir hans varð mjög fegin þar sem mýs eru ekki akkúrat uppáhaldsdýrin mín þótt ég held ég hafi nú eitthvað sjóast í þeim efnum eftir allt músa og rottufarganið á Mekanissa.

Kristján hefur nóg að gera við að sinna hinum ýmsu verkefnum. Stuttu eftir að við komum bilaði landcruiserinn sem tilheyrir sjúkraskýlinu þannig að Kristján hefur þurt að keyra hjúkrunarfræðinginn, Dinote, sem er frá Konsó, í ýmsar vitjanir og bólusetningarferðir. Oftar en ekki koma öldungar og aðrir úr þorpinu sem vilja sitja og spjalla og reynir Kristján þá eins og hann getur að deila með þeim Guðs orði. Einn öldungurinn sem kemur nokkuð oft heitir Gúdabbo. Hann þekkir orðið alla kristniboðana sem hafa verið hér frá upphafi. Hann hefur heyrt Guðs orð en á erfitt með að taka við því. Hann sagðist vera orðinn of gamall en við reyndum að segja honum að það væri enginn of gamall til að taka á móti Jesú. Um daginn keyrði Kristján að Voito ánni sem er í 11 km fjarlægð héðan fra stöðinni. Þar hitti hann Gúdabbo sem var að sækja við í nýja húsið sem hann var að byggja sér. Hann sagði við Kristján að Guð væri góður að hafa sent hann til sín. Kristján gat keyrt hann til baka í þorpið og setti viðinn á bílþakið. Eitthvað hefur því orðið sem hann hefur heyrt í gegnum árin haft áhrif. Við biðjum þess að hann meigi taka á móti Jesú og velja að fylgja honum.

Fyrstu dagana eftir að við komum fylltist allt hér af börnum, aðallega strákum sem vildu skoða nýju útlendingana. Fyrsta daginn voru kanski svona 10, 20 þann næsta og þriðja daginn var bara svartur veggur í kringum húsið! Við urðum að setja strangar reglur til að fá einhvern frið á daginn svo nú er þetta orðið rólegra. Verðirnir hjálpa okkur að halda þessum heimsóknum í skefjum en svo hefur Kristján líka  farið að stjórna fótboltaæfingum fyrir þessa stráka á skólavellinum kl. 16 á hverjum degi. Þessu bíða þeir spenntir eftir og fá svo að hafa boltana þar til dimmir. Boltarnir urðu reyndar fljótt að tuðrum þar sem það er svo mikið af þyrnum allsstaðar en þeir láta það ekki á sig fá þótt það sé smá gat á boltanum. Það er bara frábært að fá alvöru bolta, nokkuð sem enginn þeirra á. Kristján og Jóel hafa líka verið að kenna þeim frisbí. Í dag byrjaði Kristján á því að lesa fyrir þá úr amharísku barnabiblíunni og hlustuðu þeir allir vel. Þar sem flestir þessara drengja tala takmarkaða amharísku fékk Kristján einn úr hópnum til að túlka. Hann kann nokkuð góða amharísku. Þetta er uþb tólf ára gamall strákur sem er kristinn og ætlar sér að verða evangelisti þegar hann er orðinn fullorðinn. Guð gefi að hann varðveitist í trúnni haldi fast við það sem Guð hefur kallað hann til. Fyrir þá sem ekki vita eru evanglistar, eða fagnaðarboðar fólk sem starfa fyrir kirkjuna á stöðum eins og Voito, Omo Rate og annarsstaðar þar sem kirkjan er ung og segja fólkinu frá Guði, leiða krisjustarfið osfrv.

Ég sit aldeilis ekki auðum höndum. Það er að mörgu að huga á heimilinu. Nú hef ég ekki neina húshjálp nema eina konu sem heitir Gatja og kemur til að þvo þvottinn tvisvar í viku. Það munar helling um það því það er hrikaleg vinna að þvo í höndunum. Ég samt legg allt í bleyti daginn áður en hún kemur og bleyjur og tuskur þarf að leggja í klór og sápuvatn. Ég gæti eflaust fengið hana til að gera einhver húsverk en allvega í bili viljum við hafa húsið bara fyrir okkur, smá svona griðarstað. Margrét Helga og Jóel eru líka nokkuð dugleg að hjálpa til við að tiltekt oþh þannig að þetta gengur bara vel. Allt brauð þarf að baka og þar sem lítð pláss er í frystinum verður að baka uþb annan hvern dag. Ofninn bilaði um daginn eða þeas hurðin brotnaði af honum þannig að það voru steiktar flatkökur í ýmsum útgáfum nánast daglega. En nú er búið að fixa ofninn þannig að í dag var bökuð pitsa, bollur og snúðar! Svo þarf að passa að alltaf sé nóg af drykkjarvatni. Vatnið sem við notum er rigningarvatn sem safnað er af þakinu í stóran tank fyrir utan húsið. Eins og er er tankurinn næstum fullur en samt þarf að fara sparlega með vatnið. Núna hefur td ekkert rignt í marga mánuði að ráði. Maður reynir að nota afgangsvatn í að vökva td blómin og það sem safnast í sturtunni er td hægt að nota til að þvo bílinn eða skola kúkableyjur svo eitthvað sé nefnt. Allt vatn til dykkjar verður að fara í gegnum filterinn og svo í ískápinn og það er ekki lítið sem fer af vatni í hitanum. Eina rafmagnið sem við höfum em sólarrafhlaða þannig að bæði eldavélin og ísskápurinn ganga fyrir gasi. Það þarf því að passa að alltaf sé nóg af gasi. Það getum við fengið frá Jinka þar sem kristniboðarnir þar eru með lager. Það eru eflaust ekki margar íslenska húsmæður sem lenda í því að ruslið sem maður sópar af gólfinu annað hvort hleypur eða hoppar í burtu á meðan maður er að sópa. Svo þarf stundum að veiða smáflugur og pöddur eða maura upp úr pottunum!

Maurar og eðlur eru helstu húsdýirn okkar ásamt pínulitlum flugum sem sækja í ljósið á kvöldin. Lítið sem ekkert er um moskító eins og er þar sem það er of heitt og þurrt. Geitur nágrannana koma svo daglega að reyna að kroppa í eitthvað á lóðini og reyna að fá sér að drekka af þvottavatninu. Ástandi hér fer að verða erfitt vegna þurrka og uppskerubrests. Einhver aðstoð hefur borist n þær byrgðir eru brátt á þrotum. Dinote, hjúkrunarfræðingurinn, fór í könnunarleiðangur til að athuga hlutfall vannærðra barna á svæðinu. Honum taldist til að það væri um 15% prósent og sagði það ekki svo slæmt en ef ekki færi að berast meiri hjálp myndi það hlutfall hækka.

18. ágúst.

Litla heimasætan varð 7 ára á fimmtudaginn var og var að vonum mjög spennt. Við vöktum hana um morguninn með söng eins og hún hafði pantað og svo fékk hún nokkra pakka. Ég var m.a. annars búin að sauma hlíralausa Barbiekjóla sem hún hafði sérstaklega óskað eftir. Það var gjöfin frá bræðrum hennar. Jóel var mjög spenntur að gefa henni þá og hlakkaði svo til að sjá hvað hún yrði glöð þegar hún fengi þá.Svo fékk hún bréfsefni frá litlu frænkum sínum á Íslandi, ferðalúdó frá Kalla og Raggý og tölvuleik í nýja gameboy spilið sem við keyptum í staðin fyrir playstation tölvuna þeirra. Svo er víst eitthvað sem bíður í Addis.

Við buðum Lemma og Jerúsalem og Fantaje frænku þeirra í kaffi.Svo komu Dinote hjúkrunarfræðingur og Tammerú sem er yfirmaður á sjókraskýlinu lía í kaffi. Hún fékk að vera í jólakjólnum, litla skottið og var ægilega ánægð. Svo sýndu þau systkinin öskubukudans af sinni alkunnu snilld!

Á þriðjudaginn í síðustu viku tókst Jóel að fá gat á hausinn. Hann var að príla á vegg hérna úti og datt á jarnrör og fékk gat á hnakkann sem þurfti að sauma. Það gat Tammerú gert á sjúkraskýlinu en hér er ekki til nein staðdeifing svo hann hélt dauðahaldi í mig á meðan og æpti af sársauka greyið. Þetta voru sem betur fer ekki nema tvö spor og verða saumarnir teknir úr á morgun. Hann var ótrúlega duglegur.

 

21. ágúst

Þá erum við komin aftur til Addis. Við lögðum af stað kl 6 í gærmorgun og vorum komin til Addis um sjöleitið. Krakkarnir eru alveg ótrúlega góðir í bíl. Þau bara lesa og lita og spila tölvuspil og litlu kallarnir sofa nú alltaf slatta. Davíð Ómar var síðan alveg upptjúnaður í gærkvöld og ætlaði aldrei að sofna!

23. ágúst

Davíð Ómar fór að kasta upp morguninn eftir að við komum og heldur enn engu niðri. Vökvi virðist þó tolla betur en föst fæða og hann virðist alveg vera að fá nóg vökva. Það er læknir í næstu íbúð við okkur á gestahúsinu og hún fylgist með honum. Hann svaf ekkert alla fyrrinótt, kúgaðist bara og kúgaðist en svaf aðeins betur í nótt. Vaknaði nokkrum sinnum til að kasta upp en náði samt að sofa lengur. Allir aðrir eru frískir þannig að líklega hefur hann fengið eitthvað í sig í gegnum mat eða eitthvað annað.  Í Voito vill fólkið alltaf vera að hald á honum og taka í hendurnar á honum og það eru ekkert allir alveg hreinir svo það er erfitt að eiga við þetta. Maður reynir eins og maður getur að þvo honum en auðvitað geta alltaf einhverjar bakteríur slæðst upp í hann. Svo er hann eflaust viðkvæmari af því hann fékk þessa heiftarlegu amöbusýkingu þegar hann var lítill. En Tuula læknir fylgist með honum og henni leist nú aðeins betur á hann í dag en í gær. Ef hann fer samt ekki að koma til almennilega þarf að athuga hvort þetta sé einhver bakteríusýking.

Í gær fengum við pakka bæði frá tengdapabba og frá mömmu og pabba. Það voru bæði afmælisgjafir og ýmislegt fleira skemmtileg. Litlu karlarnir fengu líka fullt af pökkum og auðvitað alsælir með það. Þetta voru eins og jólin hér í gær! Kristján er á fullua að útrétta bæði fyrir kirkjuna í Voito og svo er hann að stússast vegna hóps sem kemu frá Íslandi í október til að skoða starfið. Hann þarf að fara á fund í Biraile næsta laugardag svo hann ver á föstudaginn suðureftir og kemur svo og sækir okkur aftur.

Sigga Ingólfs er komin og krakkarnir alveg rosalega ánægð að fá hana! Hún kemur líklega til að fylgja Jóel aðeins eftir í skólanum til að byrja með. Margrét Helga er orðin svo sjóuð að hún getur alveg farið ein. Það verður síðan námskeið fyrir heimaskólaforeldra frá þriðjudegi til fimmtudags á Bingham sem ég ætla að reyna að taka þátt í. Vona bara að Davíð Ómar fari að hressast. Asnakú er ekki komin með neina aðra vinnu þannig að ég ætla að spyrja hana hvort hún vilji vera með litlu strákana meðan við erum hér, allvega þar til hún fær svar frá danska sendiráðinu þar sem hún er búin að sækja um vinnu.

Smá gullkorn áður en ég hendi þessu á netið:

„Mamma þú ert alltaf með svuntuna" Dagbjarti Elí finst mamma eyða helst til of miklum tíma í eldhúsinu í Voito!

Margrét Helga er mikið að pæla í trúnni og tilverunni. Hún les mikið í Nýja Testamentinu sínu sem hún fékk frá guðforeldrum sínum, Öglu Mörtu og Magga. Einn morguninn fór hún að spyrja mig út í heilagan anda og hvað væri rétt og rangt og um syndina. Við spjölluðum um það og ég reyndi að útskýra eftir bestu getu, ekki kanski alveg það auðveldasta að útskýra fyrir sjö ára barni en við spjölluðum um það hvernig mennrnir hefðu óhlýðnast Guði og hvers vegna Jesús kom í heimin til að frelsa okkur frá syndunum, og gefa okkur eilíft líf. Ég sagði henni að fullorðið fólk gerði líka oft eitthvað sem væri rangt, ekki bara börn og þess vegna þyrftu fullorðnir líka á fyrirgefningu Guðs að halda. „ Em mér finnst nú fullorðið fólk bara frekar friðsælt. Td. ef einhver situr einhversstaðar og svo fer hann og einhver annar sest í sætið hans þá bara sest hann í næsta sæti. Börn fara alltaf að rífast." Ég sagði henni að börn hugsuðu stundum öðruvísi en fullorðnir og þess vegna bregðast þau öðruvísi við ýmsum aðstæðum en fullorðið fólk getur samt gert ýmislegt rangt, td. að tala eða hugsa illa um aðra. MH:"Mamma, mér finnst þú nú bara alveg ágæt, þú ert alltaf góð við okkur og svona!" Mér fannst þetta frekar krúttlegt. Það gleður mig líka að þau taka trúna alvarlega og spá og spegúlera. Því trúin á Jesú er það mikilvægasta í mínu lífi og bæn okkar að börnin velji líka sjálf að fylgja Jesú.

 


Loksins af stad!

Tha leggjum vid i hann til Arba Minch eftir um einn og halfan tima og verdum vonandi i Voito rett eftir hadegi a morgun. Thad verdur liklega ekkert blogg fyrr en vid komum aftur i lok agust thar sm netsambandi er ekki komid alveg a hreint entha tharna nidurfra en vid sjaum hvad setur. thid faid tha bara einhverja langloku. Allir eru ordnir friskir og spraekir svo vonandi gengur ferdin vel.

Takk fyrir allar kvedjurnar. Thad er mjog upporvandi og gott ad vita ad svo margir bidja fyrir okkur og hugsa til okkar!

Bless i bili og Gud blessi ykkur!


Strandaglopar

Ja vid hofum enn ekki fengid bilinn svo vid bara bidum her i Addis. Forum reyndar til Awasa sl. thridjudag thegar ljost var ad billinn yrdi ekki tilbuinn naerri strax. Vid fengum tvo goda solardaga i Awasa og gatum buslad i lauginni og fengid sma lit. A f0studagskvold byrjadi svo ad rigna og rigna og thad rigndi enn eldi og brennisteini a laugardagsmorgun thannig ad vid akvadum bara ad fara til baka til Addis. Madur er heldur ekki almennilega i frii svona andlega thegar madur er svona ad bida og aetti eiginlega ad vera komin til Woito. David Omar kastadi tvisvar upp i bilnum a leidinni til Addis og Margret Helga og Dagbjartur Eli urdu svo veik um kvoldid. Margret Helga fekk adallega nidurgang en David Omar virtist bara hafa klarad thetta tharna a leidinni. Dagbjartur Eli er hinsvegar enn lasinn og heldur engu nidri thad fer annad hvort upp eda nidur. Hann var lika lasinn thegar vid fluttum fyrir tveimur vikum thannig ad hann er kanski eitthvad vidkvaemari. Hann er ottalegur mommukall og skilur ekkert hvad er ad gerast. I gaerkvold leid honum mjog illa og bad hvad eftir annad um ad fa ad fara heim a Mekanissa. Mamma eg a ekki heima her, eg vil fara heim a Mekanissa sagdi eg! Greyid litla. Hann er a erfidum fluttnings aldri Alltaf thegar vid hofum flutt hefur einhver verid thriggja ara og eg held thad se erfidast aldurinn til ad flytja. Hann er lika buinn ad bua uti a Mekanissa fra thvi hann var 6 man og thekkir ekkert annad. En thetta a nu vonandi allt eftir ad ganga vel. Vi aetlum lika ad fara i heimsokn ut a Mekanissa adur en vid forum sudureftir.

Annars hofum vid thad fint herna,buum i gomlu ibudinni minni, sem eg bjo i fyrir 13 arum/ otrulegt ad thad skuli vera ordid svo langt sidan!

Latum vita af okkur thegar vid forum

Bestu kvedjur i bili og Guds blessun

Ps

Takk fyrir kvedjurnar, thad er alltaf gaman og upporfandi ad sja ad einhver les thetta!


Enn i Addis

Eg sit her a gestahusinu i Addis vid tolvu med eitthvad undarlegt lyklabord sem eg kann ekki ad breita thannig ad thid afsakid stafsetninguna. Vid aetludum ad fara sudureftir i dag eda a morgun en billinn sem okkur hefur verid uthlutad er enn ekki tilbuinn. Hann thurfti ad fara a verkstaedi og svo tharf ad skra hann og eitthvad svoleidis. Vid verdum her eitthvad fram i thessa viku, liklega midv. eda fimmtud.

Petur fraendi og co foru heim sl. fostudagskvold. Thad var mjog gaman ad hitta thau og halftomlegt nuna eftir ad thau eru farin. Vid erum ein eftir a gestahusinu. Annars er her ein sem er kennari a norska skolanum sem reyndar er svo ad fara med gestum fra Noregi i ferdalag, og svo yfirmadur okkar og konan hans, eftir her a lodinni.  Nu er regntiminn hafinn fyrir alvoru og rignir eldi og brennisteini thott thad sjaist nu alveg til solar inn a milli.

Thad var skritid ad fara fra Mekanissa en samt gott ad vera buin ad taema og thurfa ekki ad vera ad spa meira i thad. Vorubillinn for fyrir viku med dotid okkar til Voito og var kominn thangad a manudag. Svo nu bara bidur thad eftir okkur i husinu okkar sem er vist nymalad og fint. Kristnibodarnir i Jinka, Mariann og Jens Espeland og Hanna Rassmusen hafa verid svo hugulsom og sed fyrir ad allt er tilbuid thegar vid komum. Thad er mikill munur thvi thad hefdi verid erfitt ad  byrja a ad svoleidis stussi med alla ungana a nyjum stad vid nyjar adstaedur.

Eg nenni nu ekki ad skrifa neina langloku med svona lyklabord. Okkur hefur ekki tekist ad tengja okkar tolvu vid netid her af einhverjum astaedum en eg vildi bara svona lata adeins vita af okkur.

Svo megid thid endilega skrifa kvedju i gestabokina eda i arthugasemdir, thad er alltaf svo gaman!

ES. Vid verdum afram med sama heimilisfang thott vid flytjum

NLM

po.box 5540

Addis Abeba

Ethiopia

 

EES. Gunnar brodir setti inn myndir sem mamma og pabbi toku thegar thau voru hja okkur svo endilega bara kikja!

 


22.-27.júní

 

22.júní

Þá erum við komin á fullt í að pakka. Ég er búin að vera að gefa helling af fötum og alls konar dóti. Þetta er það góða við að flytja oft, maður neyðist til að losa sig við hluti. Og það góða er að hér í Eþíópíu er alltaf einhver sem hefur not fyrir hlutina, jafnvel það sem flestir heima myndu telja ónothæft vill alltaf einhver eiga hér þannig að maður þarf ekki að hafa samviskubit yfir að henda neinu. Við gerum ráð fyrir að flytja á norska gestahúsið eftir viku en ætlum svo að vera þar í eina viku svo við getum hitt Pétur frænda og þau öll aftur.

Það er bínn að vera mikill gestagangur hjá okkur að undanförnu og við líka mikið boðin. Í sæiðustu viku vorum við að kveðja marga af kristniboðunum, svo fengum við sendiherrahjónin í mat á fimmtudaginn. Í gær var svo útskrift hér á skólanum og Kristjáni auðvitað boðið í fullt af veislum. Hann fór fyrst einn til eins nemanda síns og svo fórum við öll saman heim til annars, fimm barna móður sem var í bekknum hans Kristján og var að útskrifast. Mer finnst hún ótgrúlega dugleg, á fimm börn sem eru fædd á 7 árum og er ein af bestu nemendum Kristjáns. Í dag erum við svo boðin til Mörtu vinkonu minnar og fjölskyldu. Næstu helgi er okkur boðið á tvo staði þannig að maður þarf varla nokkuð að hugsa um mat!Það verður skrýtið að flytja héðan og ýmislegt sem maður á eftir að sakna, sérstaklega vina okkar sem búa hér í Addis, en við komum nú til með að koma hingað reglulega og þá getum við heimsótt alla. Við verðum örugglega að koma eina ferð hingað út á Mekanissa í hverri Addisferð! Það verður án efa erfiðast að kveðja Asnakú og Fantanesh og skrýtið að hafa þær ekki hjá okkur á hverjum degi. Þær eru núna búnar að vinna hjá okkur í 3 ár og orðnar nánast eins og hluti af fjölskyldunni. Ég er að reyna að undirbúa Dagbjart Elí undir það að Asnakú verði ekki með okkur í Voito en ég hugsa að hann eigi ekki eftir að skilja það fyrr en við erum flutt. Það verður erfitt en svona er lífið. Við erum bara ótrúlega þakklát fyrir þær og hefðum örugglega ekki getað fengið betri húshjálpir. Nú bara biðjum við og vonum að þær fái vinnu eftir að við erum farin. Þær hafa núna unnið lengi hjá kristniboðum en nú fer þeim alltaf fækkandi og ég veit að sérstaklega Fantanesh er kvíðin. Ég hef verið að spyrjast fyrir hjá fólki fyrir hana en enn er allt óvíst. Þið megið gjarnan muna eftir þeim í bænum ykkar. Þetta er ekki auðvelt hér núna, vöruverð fer sífellt hækkandi og fleiri og fleiri sem ekki geta dregið björg í bú. Við finnum mjög fyrir þessum hækkunum og hvað þá Eþíóparnir. Það eru ekki bara innfluttar vörur sem hækka heldur líka vörur sem framleiddar eru hér og eru uppistaða í fæðu fólksins. Flestar vörur hafa tvöfaldast í verði sl. Árið og sumt jafnvel þre- eða fjórfaldast. Fólk er almennt svartsýnt þótt það reyni líka gera grín að ástandinu inn á milli. Það ganga ýmsir brandarar. Þar sem allt hefur hækkað þá belta ekki betlararnir í nafni heilagrar þrenningar heldur  hinna fimm heilögu! Ýmsar sögur í þessum dúr ganga manna á milli.

27. júní

Þá erum við búin að pakka og vörubíllinn kemur á morgun sem fer með dótð okkar til Voito. Við flytjum inn á norska gestahúsið og verðum þar í uþb viku áður en við förum suðsureftir. Við vildum gjarnan hitta Pétur frænda of föruneyti aftur og svo er líka ýmislegt sem við þurfum að st´ssat hér í Adis áður en við flytjum, svo sem að kaupa í matinn oþh. Við þurfim reyndar ekki að versla fyrir nema 6 vikur núna í fyrstu umferð þar sem við komum aftur til Addis í lok ágúst svo krakkarnir geti verið fyrstu þrjár vikurnar í skólanum. Annars gerum við ráð fyrir að koma til Addis uþb tvisvar á önn í tvær til þrjár vikur í senn.

Það komu niðurstöður úr blóðprufunum hans Davíðs Ómars í dag og allt var eðlilegt. Hann þarf bara að vera duglegur að borða! Við erum mjög þakklát fyrir það. Læknirinn vildi samt fá hann aftur í haust og mæla hann og vikta og fylgjast með honum.

Jæja ég segi það í bili. Hér eftir verð ég lílega að senda Gunnari bróður færslurnar með tölvupósti og hann sér svo um að koma þessu á netið fyrir mig. Í Voito er bara lágmarksnettenging þannig að við getum alls ekki tekið á móti neinum stórum skjölum og ekkert vafrað á netinu eða spjallað á msn. Það getum við hins vegar gert þegar við erum í Addis þannig að við erum ekki alveg úr öllu sambandi!

Þangað til næst:

Lifið heil og Guð blessi ykkur

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lífið í Eþíópíu

Höfundur

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Hér getur þú lesið um líf of störf Helgu Vilborgar og Kristjáns sem eru kristniboðar í Woitodalnum í Suð-vestur Eþíópíu ásamt börnum sínum, Margréti Helgu,Jóel, Dagbjarti Elí og Davíð Ómari

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Reyking
  • Brosa!
  • Sögustund
  • DSC02602
  • Brosa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 33086

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband